|
Kisakisa!!!
Nú hef ég fréttir að færa. Aftur hefur fjölgað í fjölskyldunni. Já, við erum aftur orðnir stoltir foreldrar. Við tókum að okkur annan kettling, í þetta sinn læðu og hefur hún hlotið nafnið Freyja. Hún er óttaleg kelirófa þvílíkur fjörkálfur. Hún vill alltaf koma að leika klukkan sex á morgnanna. Í gær vildi hún endilega komast upp á náttborðið mitt. Ég bannaði henni Það nokkrum sinnum og þá reyndi hún að bíta mig. Ég bannaði henni það og þá mótmælti því með því að bíta í aðra afturlöppina á sér! Síðan stökk hún í burtu eins og gormur. Nokkru síðar var ég að þvo upp og þá kviknaði allt í einu á lampa sem er við hliðina á sófanum. Þá hafði Freyja stigið á ljósrofann og kveikt á honum. Það þótti henni að sjálfsögðu mjög merkilegt. Svo fór ég að horfa á sjónvarpið (já, bara ég, Gústi var að vinna) og þá lagðist hún ofan á bringuna á mér alveg upp við hálsinn á mér og steinsofnaði. Ég var alveg sveitt eftir hana þegar ég reis á fætur. A fog til byrjaði hún að mala ef ég vakti hana með því að strjúka henni eða klóra. Já, hún Freyja er fjörkálfur mikill.
skrifað af Runa Vala
kl: 13:20
|
|
|